Minn knattspyrnusjúki bróðir eiginlega krafðist þess að ég færi á fótboltaleik úr því ég væri á Ítalíu. Hann meira að segja fann út hvaða leikur væri í Tórínó um komandi helgi. Júventus gegn Napólí. Ég fór því í morgun og spurði um möguleikana að fá miða. Náunginn hristi höfuðið: ,,Nærrí ómögulegtó," sagði hann með yndislegum ítölskum hreim. En lofaði að athuga málið.
Hann greinilega setti konu í málið og elskan hún Móníka kom til mín áðan og sagði mér að miði væri til.
Ég fer því á leik í seríu A á sunnudaginn!
3 ummæli:
Ertu ekki í lagi??
uuuu..... ok fyrst Davíð segir þetta... þá verðuru að fara að skoða veski og skó úr ekta ítölsku leðri að maður minnist ekki allar hönnuðina á Ítalíu.... Villi þessi gella sem reddaði miðunum getur pottþétt sagt þér hvar þú finnur bestu ítölsku hönnunina og flottustu skóna !!!
Góður.
Ekki nokkur heilvita maður á Ítalíu í tvær vikur án þess að fara á leik í Serie A.
Skrifa ummæli