30. mars 2012

Miðinn kominn í hús

Þá styttist í leik helgarinnar. Júventus gegn Napólí! Ekki átti ég nú von á að fara á fótboltaleik á Ítalíu, ja, a.m.k. ekki fyrr en Dagmar Ýr fer í hönnunarskóla í Mílanó og ég get búið í kjallaranum og farið á San Síró. Hvenær sem það nú verður.

Áðan fékk ég miðann í hendurnar:


Sá er meira að segja með nafninu mínu í suðvestur horninu. Ætli maður verði ekki að hafa vegabréfið sitt með? Svona ef maður þarf að sanna hver maður er.

Kíkti á heimasíðu Júventus og fann upplýsingar um völlinn þeirra. Völlurinn er splunkunýr, opnaður í september í fyrra og virðist mjög flottur. Datt niður á þetta myndband frá opnuninni.


Svo virðist ég hafa fengið miða á besta stað. Aðeins austan við vallarmiðju í 25 röð og sæti 10. Það getur ekki verið slæmt.

En segi meira frá þessu þegar þetta er allt yfirstaðið.

1 ummæli:

davíð sagði...

Bíð spenntur...

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...