26. mars 2012

Fjölþjóðlegt námskeið

Margra grasa gætir í hópi þátttakenda á námskeiðinu sem ég er núna á í Tórínó. Þátttakendur eru nær 40 og koma frá 14 löndum. Um helmingur kemur frá Austur-Evrópu og tveir-þriðju af rest frá Austurlöndum nær. Sjö erum við frá Afríku. Ég er semsagt talinn frá Malaví. Það er ábyggilega flottara upp á tölfræðina en að vera frá Íslandi.

Ég hef núna í fyrsta skipti sem ég man eftir hitt fólk frá Albaníu, Moldóvu, Aserbaídsjan, Kirgisistan, og ekki má gleyma sessunauti mínum frá Bútan.

Þetta er skemmtilegt.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...