Í Tórínó er núna vor í lofti. Svalt á morgnana, ríflega 8 gráður kannski, en um hádegisbilið er hitinn kominn eitthvað yfir 20 gráðurnar. Mjög þægilegt veður að mínu mati.
Ég hef komist í tvo göngutúra um nágrenni menntamiðstöðvarinnar þar sem ég bý þessa dagana. Það verður að segjast að það sem ég hef séð af Tórínó er fallegt. Hér eru nokkrar myndir til að styðja mál mitt.
|
Fyrir utan menntamiðstöðina |
|
Hinum megin við götuna er lystigarður og þar er þessi steinbrú, án tilgangs, eftir endilangri tjörn |
|
Flott tré |
|
Tórínó-búar virðast nota Pó-ána nokkuð til útivistar. Í göngutúr meðfram ánni sá ég keppnisróðrarbáta á æfingu - líklega 8 metra langir hver um sig. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli