Sit núna á Jomo Kenyatta flugvellinum í Keníu. Er á leiðinni til Tórínó á Ítalíu, en þar eyði ég næstu tveimur vikum á skólabekk. Alþjóðavinnumálastofnunin rekur alþjóðlega menntamiðstöð í Tórínó og ég ætla að sækja eitt námskeið þar.
Áreiðanlega verður skrýtin tilfinning að vera þarna. Ég hef ekki setið á skólabekk síðan á síðustu öld held ég, svo viðbrigðin verða líklega einhver. En, ég er líka svolítið spenntur því þetta námskeið ætti að gagnast mér í vinnunni og því verður þetta vonandi skemmtilegt og áhugavekjandi. Kemur allt í ljós.
Ég lagði af stað að heiman í morgun klukkan níu. Á sama tíma hófst beltapróf í karate hjá Rúnari Atla og missti ég því af því. Það verður vonandi annað beltapróf seinna. Það tók um 40 mínútur að komast út á völl og þar þurfti ég að sitja til hádegis, en þá lagði vélin af stað til Næróbí. Ekki er nú hægt að segja að mikið sé við að vera á alþjóðaflugvellinum í Lílongve, en ég gat þó fengið mér heitt kakó, og svo vafraði ég um veraldarvefinn. Hvað gerði maður áður en far- og spjaldtölvur komu til sögunnar?
Hérna í Næróbí þarf ég að bíða í einhverja átta klukkutíma eða svo. Eyði svo nóttinni í flugvél frá konunglega hollenska flugfélaginu. Amsterdam snemma í fyrramálið, bíð þar í þrjá tíma og svo áfram til Tórínó. Þar lendi ég rétt fyrir hádegi, 11:20 að staðartíma (og sænskum), 12:20 að malavískum, 10:20 að íslenskum og 2:20 að morgni að tíma vesturstrandar Kanada. Ekkert smáflókið að lifa á þotuöld.
Hvernig skyldi nú vera best að drepa tímann hér? Æ, best að kíkja á facebook...
24. mars 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Þetta eru fréttir. Kíkti aðeins á planið og þetta er á hreinu:
1. apríl Juventus - Napoli. Flottur pakki, þú klikkar ekki á þessu.
Skrifa ummæli