9. janúar 2011

Íþróttaklúbbur

Þá er búið að skrá Rúnar Atla í íþróttaklúbb í fyrsta sinn á ævinni. Karatedeild Leiknis hlaut þann heiður. Drengurinn er búinn að fara á tvær æfingar og líkar vel. Nú er að sjá hvort hann heldur þetta út. Æft þrisvar í viku, klukkutíma í senn.

Ég sat á báðum æfingum og fylgdist með. Líst mér vel á þetta. Mikið af styrktar- og liðleikaæfingum, en margar gerðar þannig að krakkarnir hafa gaman af. Slatti af armbeygjum.

Nú er bara að átta sig á hvernig þetta frístundakort virkar.

En, mér finnst magnað hversu boðið er upp á allflest sem þurfa þykir hér í Breiðholtinu. Karateæfingarnar eru í skólanum hans Rúnars Atla. Þ.a. ekki er langt að fara. Ef labbað er hér um hverfið, þá leynast merkilega mörg fyrirtæki og stofnanir hér. Svo er stutt í Mjóddina og ekki er langt í Smárann.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og þú sem vildir ekki eiga heima í Breiðholtinu :-)
Fellavillingurinn Doddi ;-)

Gulla sagði...

Breiðholtið er besta hverfi bæjarins :-)

davíð sagði...

Breiðholtið rokkar.

Leiknir?: No comment

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...