13. janúar 2011

Sektir við umferðarlagabrotum

Sá einhvers staðar í morgun að ef maður talar í farsíma undir stýri þá er sektin 5.000 krónur.

Þegar ég kom til Windhoek í gær, þá var ég sóttur út á flugvöll af manni sem tengist á einhvern hátt gistiheimilinu sem ég er á. Ég fór að spurja hann út í umferðarbrotasektir, en ég vissi að rétt fyrir jólin hækkuðu þær allsvakalega.

Hann var alveg með þær á hreinu.

Ef þú ert gripinn við að tala í farsíma undir stýri þá er sektin 2.000 Namibíudalir. Það er í kringum 36.000 krónur.

Að aka yfir á rauðu ljósi kostar 2.500 dali. Fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu þá þarf að borga 1.500 dali.

Að gleyma að spenna á sig öryggisbeltið kostar 1.000 dali.

Ógætilegur akstur leiðir til 4.000 dala sektar.

Og ýmislegt fleira.

Greinilega þótti bílstjóranum mínum þetta svívirðilega háar upphæðir. Hann trúði mér síðan fyrir því að mánaðarlaun hans væru 2.000 dalir.

Í þessu ljósi velti ég því fyrir sér hvort 5 þúsund kallinn íslenski sé ekki alltof lág sekt fyrir að tala í farsíma.

Hvernig í ósköpunum ætti ég að borga svona sekt? spurði hann.

Ég svaraði að líklega myndi hann passa sig á því að brjóta ekki umferðarreglunar.

Jú, það er rétt, sagði hann.

Í því hringdi farsíminn hans.

Hann svaraði ekki.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...