Þá rann merkilegur dagur upp í lífi Rúnars Atla. Hann fór í fyrsta skipti í skóla á Íslandi. Í Fellaskóla, bekk 1-BH.
Í gær keyptum við skólatösku og ýmis ritföng sem þarf þegar svona tímamót renna upp í lífi manns. Auðvitað þurfti líka nesti og nýja skó.
Menn voru aðeins syfjaðir í morgun, enda komnir upp á lagið með að vakna seint og vaka frameftir. En þó hafðist að fara framúr og klæða sig án nokkura vandræða. Aðeins meira af fötum sem þarf á Íslandi heldur en Namibíu.
En svona leit piltur út rétt rúmlega kl. 8 í morgun.
Fyrsti skóladagurinn gekk vel. Kennarinn, sem heitir Bjarni, virðist fínn náungi. Rúnar Atli var reyndar ekki alveg sáttur við að bekkurinn er iðulega kallaður Bjarnabófarnir. Rúnar Atli segist nefnilega ekki vera glæpamaður... En að því undanskildu leist dreng vel á allt saman. Hann er núna að dunda sér við fyrsta heimaverkefnið.
Þetta lítur vel út.
4. janúar 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli