Enn laumast nýtt ár í garð. Síðasta ár var gott að mörgu leyti fyrir okkur, en nokkur óvissa ríkir um framtíðina hjá okkur á þessum tímamótum. En, óvissa eða ekki, tíminn líður.
Eins og hefð hefur myndast fyrir þá komu ýmsir ættingjar hingað í mat á gamlárskvöld. Að venju eldaði Gulla kalkún og saltkjöt og baunir. Allir eru ánægðir með þetta matarframboð.
Líklega var þetta stærsta áramótaboðið fram að þessu. Voru 17 matargestir að þessu sinni. Hér sátu allir afkomendur mömmu, ásamt henni, en sjaldgæft er að við hittumst öll.
Ekki eru margar myndir af okkur systkinunum þremur saman, en hér er þó ein.
Við Gulla vorum ásamt okkar þremur börnum, Davíð og Sigga ásamt sínum þremur sonum og síðan voru Jóhanna og Elli og tveir drengir þeirra. Að auki mættu svo tveir samleigendur Dagmarar Ýrar.
Allir skemmtu sér vel. Síðan nýttum við okkur það að hafa „utanaðkomandi” fólk sem gat tekið að sér ljósmyndun. Stilltu allir sér upp og hér sést mamma ásamt sínum afkomendum.
Flott lið.
1. janúar 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli