17. október 2010

Snemma beygist krókurinn

Rúnar Atli á sér nokkrar uppáhaldskvikmyndir. Tvær eru Umskiptingarnir 1 og Umskiptingarnir 2. Fyrir þá sem eru ekki sleipir í móðurmálinu, þá nefnast þessar myndir Transformers á engilsaxnesku.

Fyrir nokkrum dögum lágum við feðgarnir á hótelherbergi og horfðum á mynd númer tvö. Aðalsöguhetjan, ungur piltur, var nýbyrjuð í háskóla og mætir í partí. Eins og gengur er slangur af stúlkum í partíinu. Sem söguhetjan er að virða fyrir sér partíliðið, hvað haldiði að sex ára gamall sonur minn segi?

„Oh, man, sexy girls!”

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann er góður :-)
Doddi

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...