18. október 2010

Bíla..., nei, ég meina fílaþvottur

Í Etosha þjóðgarðinum sáum við heilan haug af fílum á föstudaginn var. Október er líklega besti tíminn til að heimsækja garðinn, því þá er búinn að vera þurrkur í nálega hálft ár og einungis vatn í stærstu vatnsbólunum. Þangað sækja auðvitað dýrin og þá er auðveldara að finna þau.

Ekki er hægt að segja annað en þessi fílsungi hafi kunnað að meta vatnsbólið. Hann lék sér af hjartans lyst og endaði með að stinga sér á bólakaf. Minnti hann helst á krakka í sundlaugunum.



Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...