Klukkan nálgast hálftólf að kveldi. Ég sit núna úti á verönd fyrir utan hótelherbergi mitt á Hotel Cardoso í Mapútó. Herbergið er á annarri hæð hótelsins. Rétt utan seilingar er 15 metra hátt pálmatré og blakta greinar þess í hafgolunni. Ég horfi yfir hótelgarðinn, þar sem fleiri pálmatré eru. Einnig eru þar borð og stólar undir trjánum. Tréin veita sjálfsagt skugga á sólríkum dögum. Svo sé ég ljós húsa hinum megin við flóa, sem ég veit því miður ekki nafn á.
Fyrr í kvöld fór ég ásamt þremur öðrum Íslendingum út að borða á sjávarréttastað sem heitir Sagres. Fékk mér sjávarréttaspjót sem smakkaðist frábærlega. Að matnum loknum fékk ég mér expresso og koníak. Hvað vill maður hafa það betra? Verst að Gulla skuli ekki vera með í ferðinni. En við komum hér ábyggilega saman seinna.
Ég sannfærist alltaf meira og meira um að aldingarðurinn Eden hljóti að hafa verið í Afríku. Hann gæti hafa verið við Kunene-ána, eða Kavangó-ána, eða Sambesi-ána, eða nálægt Viktoríufossum, nú eða hér í Mapútó. Svo er Windhoek ekki slæmur staður, langt í frá.
Afríka virðist endalaust uppspretta stórkostlegra staða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Mér þætti mest sennilegt að Eden hafi verið við Abidjan, allavega var tilfinning fyrir því eftir tveggja mánaða dvöl þar í landi
Skrifa ummæli