Fyrir 20 mínútum eða svo hófst drynjandi trumbusláttur í hótelgarðinum fyrir utan herbergið mitt hér á hóteli Cardoso. Ég fór auðvitað til að sjá hvað væri í gangi. Þarna var mætt fimm manna trumbusveit. Voru trumburnar barðar ótt og títt með miklu offorsi og þvílíkum rytma og takti að það er bara ekki annað hægt en fara að dilla sér.
Síðan birtust dansarar. Fyrst komu fjórir piltar klæddir eins og afrískir hermenn, með spjót og leðurskildi. Þeir sýndu dans sem samanstóð að sannkallaðri akróbatík. Fóru þeir hvert heljarstökkið á fætur öðru, svo unun var að sjá. Ég efast ekki um að þessir drengir gætu stokkið hæð sína í fullum herklæðum, eins og sagan segir um Gunnar á Hlíðarenda.
Síðan birtust fjórar meyjar. Ekki var fimin minni hjá þeim, en þó á annan hátt. Hristu þær mjaðmir, hendur og axlir af þvílíkum krafti að ég hefði í raun talið það ómögulegt ef ég hefði ekki séð með mínum eigin augum.
Nú, sem ég skrifa þetta, eru báðir hóparnir komnir út á grasflötina í sameiginlegum dansi og er hreint út sagt stórkostlegt að horfa á þetta.
Greinilega er Mósambíkum tónlist í blóð borin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli