Við vorum að renna í hlað úr fimm daga ferð um Namibíu. Byrjuðum í Swakopmund á þriðjudaginn var, en þar þurfti ég að sækja fund. Ókum svo daginn eftir til Ondangwa, u.þ.b. tíu tíma ferðalag. Fimmtudagurinn var frekar rólegur, aksturslega séð. Fórum til Eenhana sem er nálægt landamærunum við Angólu. Þar afhenti ég menntamálaráðuneyti Namibíu heimavistarbyggingu við einn skóla heyrnarlausra.
Í gær var svo ekið um Etosha þjóðgarðinn, og þar gistum við síðustu nótt. Ókum við svo í rólegheitum aftur til Windhoek í dag.
Ýmislegt bar fyrir augu og ég reyni að mjatla inn einhverjum ferðasögum á næstu dögum.
Eins og að venju er mikill akstur í svona ferðum. Að þessu sinni 2.230 km. Sæmilegasta ferðalag.
Síðustu 12 nætur hef ég bara gist tvær í eigin rúmi. Ég hlakka til í kvöld að fara að sofa, því alltaf er nú heima best.
En fyrst verður grillað.
16. október 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
-
Undanfarið hefur ein sjónvarpsstöð hér farið í gegnum Rocky-myndirnar. Sá ég um daginn fyrstu myndina og skemmti mér vel yfir henni. Ekki er...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli