Færa má rök fyrir því að fæturnir séu með mikilvægustu líkamshlutum okkar. Án þeirra væri margt erfitt. Þó er það nú þannig að við, a.m.k. karlmenn, hugsum nú ekkert sérstaklega um þá. Um nokkurt skeið hafa þessir mikilvægu líkamshlutar mínir valdið mér hugarangri. Ekkert alvarlegt þannig séð, en pirrandi. Ég vil nú ekkert fara meira út í þá sálma, nema þó að einsýnt hefur verið um skeið að einhvers konar sérfræðingur þyrfti að kíkja á þá.
Eftir að humma þetta fram af mér lengi, þá braut ég odd af oflæti mínu og pantaði mér tíma í fótasnyrtingu.
Já, les og skrifa f ó t a s n y r t i n g u.
Reyndar... reyndar pantaði ég ekki tímann heldur mín elskulega eiginkona. En að minni beiðni.
Fótasnyrtinum leist víst ekki meira en svo á blikuna. Konan sú sagðist ekki vera vön karlmannafótum á sínum meðferðarbekk, en gerði þó undantekningu. Enda er Gulla góður viðskiptavinur hennar.
Kannski er ekki skrýtið að henni hafi litist illa á. Mjög algengt er að hvítir karlmenn í Namibíu gangi berfættir hér um götur. Sem strákar var ekki verið að troða þeim í skó og bera fætur margra þeirra þess merki. Heljarinnar óhreininda- og sigglag neðan á iljum ver fætur þeirra.
Eftir því sem leið nær fundi mínum og fótasnyrtisins fékk ég fleiri og fleiri bakþanka. Ég hef t.d. alltaf verið frekar kitlinn í fótunum og kann því illa þegar aðrir koma við þá. Og, hversu karlmannlegt er nú að fara í svona meðferð?
En ég mætti þó í tímann. Gat ekki verið þekktur fyrir að gugna á síðustu stundu.
Þrautgóðir á raunastund - ef þannig ber undir gröfum við okkur í fönn. Sem sagt, íslenskir karlmenn eru sko alls engar gungur...
Mikið kom þetta á óvart. Fótasnyrtir þessi er greinilega mjög fær í sínu fagi og þykir gaman að stússast með fætur fólks.
Hversu „korní“ sem það nú hljómar.
Mig kitlaði ekkert í fæturna á meðan á meðferðinni stóð. Heilar 50 mínútur af allskonar sköfun, skröpun og klippingum. Núna er ég með þessar líka mjúku og fínu fætur. Og líður betur í þeim en í langan tíma.
Og karlmennskan?
Jú, hún hefur bara ekkert breyst. Meiri ef eitthvað er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
6 ummæli:
Á meðan þú kemur ekki heim með lakkaðar táneglur þá er þetta bara hið besta mál :-)
hahah góð Gulla !!!!
Og hver er stefnan núna, fara einu sinni í mánuði?
Jú Davíð, þú hittir sko naglann á höfuðið. Gæinn á sko panaðan annan tíma eftir fjórar vikur :-)
Fór í ræktina í dag niður í vinnu. Er að skola af mér í sturtunni þegar samstarfmaður minn, talsvert eldri en ég, segir við mig: "Veistu, konan mín gaf mér einu sinni tíma í fótsnyrtingu, það var alveg frábært." Það var þá staður og stund til að opna sig og sturta karlmennskunni þarna niður í bókstaflegri merkingu.
Mér fannst ég vera staddur í Twilight Zone.
Góður þessi Davíð :-)
Skrifa ummæli