21. ágúst 2008

Verðbólga

Var norður í landi á þriðjudag á fundastússi, í bæ sem heitir Ondangwa. Flaug síðan til Windhoek á miðvikudagsmorguninn. Bað hótelið að redda mér fari út á flugvöll og hringt var á leigubíl. Hvað skyldi það nú kosta? vildi ég fá að vita. Hér eru jú engir gjaldmælar í leigubílum. Tíu dali kostar farið, var mér sagt, u.þ.b. 100 krónur.

Svo kom bíllinn. Eins og langflestir leigubílar hér var þetta hálfgert skrapatól og átti ég von á að bíllinn dræpi á sér við hver gatnamót, gangurinn í vélinni benti til þess. Einhvern veginn hökti hann þó áfram. Ég held reyndar að þetta sé í fyrsta sinn sem ég tek leigubíl í Namibíu.

Hvað um það. Á leiðinni út á völl er ég að hugsa að tíkall sé nú frekar lítið, en er nú ekkert að spyrja bílstjórann neitt um þetta. Hann hækkaði nefnilega útvarpið í botn um leið og ég settist inn í bílinn - óshívambó rásin - og hafði greinilega takmarkaðan áhuga á að spjalla.

Svo komum við út á völl og ég spyr hversu mikið ég skuldi fyrir farið. Tuttugu dali, tjáði bílstjórinn mér.

100% verðhækkun á fimm mínútum. Nú veit ég hvernig Simbabvebúum líður.

En ekki fékk bílstjórinn neitt þjórfé.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það með Rúnar afmælisstrák langar að sjá afmælismyndir og sonnna
BTW til hamingju með drenginn

EG sagði...

Þetta er svipað og á Íslandi
kv
eg

Nafnlaus sagði...

Sér ekkert fyrir endanum á þessari verðbólgu?

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...