Í morgun fórum við Dagmar Ýr með Doddsinn í skoðun. Undanfarin þrjú ár a.m.k. höfum við fengið grænan miða og því var ákveðið að vekja Dagmar Ýr snemma, þrátt fyrir að hún hefði verið á kvöldvakt í gær, svo hún hefði skoðunarferlið á hreinu ef endurskoðun þyrfti.
Við ókum bílnum inn og fórum svo á kaffistofuna, þar sem ég drakk ómælt magn af kakói til að „díla“ við stressið. Síðan fór skoðunarmaðurinn að þrífa númerið til að líma nýjan miða á.
Hætti svo allt í einu við... og fór að skoða bílinn eitthvað betur. Lyfti honum aftur upp og fór eitthvað að hrista dekkin.
Síðan fór hann aftur að stússast í númerinu. Við Dagmar Ýr stóðum með öndina, og ég með kakóið, í hálsinum.
Spenna.
Og, ... og ... og EKKI!!! grænn miði!!!
Mikið vorum við ánægð þegar við ókum í burtu. Svo ánægð að ég villtist á bílaplaninu fyrir utan og ók næstum á móti einstefnu...
10. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Mér sýnist miðinn vera gulur og þá fékk maður að koma aftur innan eins mánaðar. Rauður miði og þá var bannað að keyra.Ég er líka stressaður þegar ég fer með bílinn í skoðun,fer heldur til tannlæknis:-)
Skrifa ummæli