Við ókum bílnum inn og fórum svo á kaffistofuna, þar sem ég drakk ómælt magn af kakói til að „díla“ við stressið. Síðan fór skoðunarmaðurinn að þrífa númerið til að líma nýjan miða á.
Hætti svo allt í einu við... og fór að skoða bílinn eitthvað betur. Lyfti honum aftur upp og fór eitthvað að hrista dekkin.
Síðan fór hann aftur að stússast í númerinu. Við Dagmar Ýr stóðum með öndina, og ég með kakóið, í hálsinum.
Spenna.
Og, ... og ... og EKKI!!! grænn miði!!!
Mikið vorum við ánægð þegar við ókum í burtu. Svo ánægð að ég villtist á bílaplaninu fyrir utan og ók næstum á móti einstefnu...

1 ummæli:
Mér sýnist miðinn vera gulur og þá fékk maður að koma aftur innan eins mánaðar. Rauður miði og þá var bannað að keyra.Ég er líka stressaður þegar ég fer með bílinn í skoðun,fer heldur til tannlæknis:-)
Skrifa ummæli