Gerðum okkur dagamun fyrr í dag. Fórum í Borgarleikhúsið að sjá Gosa. Öll fjölskyldan, að Tinnu Rut undanskilinni, mætti. Var þetta fyrsta ferð Rúnars Atla í leikhúsið.
Leikritið var alveg þokkalegt, en mér fannst þó vanta einhvern neista. Eitthvað sem hélt manni opinmynntum á sætisbrúninni.
Rúnar Atli skemmti sér ágætlega, en varð þó svolítið óttasleginn þegar hvalurinn mætti á svæðið og gleypti aðalsöguhetjurnar.
En heimurinn er ekki stór. Þarna rákumst við á mann einn sem var í Vancouver á þeim tíma sem við fluttum þangað fyrir sextán og hálfu ári. Hann býr í Ohio í Bandaríkjunum og við í Namibíu.
Auðvitað rekumst við þá á hann í Borgarleikhúsinu, hvar annars staðar?
5. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
2 ummæli:
Gaman fyrir stubbinn að hafa farið í leikshús:-) En Villi, á þessum bloggsíðum sem við erum að nota, er enginn svona teljari? Þú veist svo ég viti hversu margir hafa lesið síðuna?
koss og knús frá okkur í Norge
Hér er ein síða:
http://www.free-counter.com/
Skrifa ummæli