Í dag fórum við Rúnar Atli á jólatrésfagnað. Sá var haldin á ekki ómerkari stað en Bessastöðum, en forseti lýðveldisins og frú bjóða til þessa fagnaðar á hverju ári. Einhverjir tugir barna mættu. Eins og sést þá leið Rúnari Atla bara vel þarna, í stássstólum Bessastaða.
Hann tók rogginn í hönd forsetans, en vildi ekki heilsa forsetafrúnni.
Skemmtunin hófst með göngu í kringum jólatréð. Reynir Jónasson harmonikkuleikari lék undir og var glettilegt hvað rifjaðist um af jólasöngvunum. Síðan var boðið upp á kaffi og kökur. Greinilega voru kleinurnar heimabakaðar, sem og dýrindisskúffukaka skreytt með smarties og bangsaávaxtahlaupi. Létum við ekki okkar eftir liggja í þessari deildinni.
Að þessi loknu kallaði forsetinn börnin til sín og kynnti skemmtiatriði. Voru það engar aðrar en Skoppa og Skrýtla sem mættu á svæðið við þónokkurn fögnuð barnanna.
Létu þær börnin taka þátt í skemmtiatriðunum og var Rúnar Atli með í að syngja um Kalla litla könguló sem klifraði upp á vegg. Hann var heillaður af Skoppu og þótti greinilega mikið til hennar koma.
Að lokum mættu jólasveinar á staðinn. Ekki bara einn og ekki bara tveir, heldur fjórir jólasveinar. Rúnar Atli var hinn brattasti og ræddi við Hurðaskelli, líklega um sameiginleg áhugamál.
Síðan var forsetinn kvaddur og tók Rúnar Atli virðulega í hönd hans.
Var þetta hin mesta skemmtun og ekki skemmdi góðgætispokinn sem Hurðaskellir gaf Rúnari Atla að skilnaði.
3. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Jii, hvað myndin af honum Rúnari Atla og Herra Ólafi Ragnari er flott. Veit ekki hvort mér finnst merkilegra að drengurinn hafi verið myndaður með forsetanum (gömlum vini mínum) eða öfugt:-)
Koss og knús frá Maju í Norge.
Skrifa ummæli