Rétt um hálftíu í morgun að namibískum tíma, hálfátta að íslenskum, lentum við á alþjóðaflugvellinum í Windhoek. Brottför frá Keflavík var um 19 tímum fyrr og er þetta með því stysta sem gerist á þessari leið.
Ferðin gekk vel og í raun frá litlu að segja. Innritun í Keflavík var sem smurð og þar sem okkar vél var sú eina sem yfirgaf Ísland í kringum hádegið þá var lítið af fólki í fríhöfninni. Heiðskýrt var og því var útsýni gott yfir Reykjavík og meðfram suðurströnd landsins.
Á Gatwick beið okkar heilmikill göngutúr, eins og alltaf. Þó sagði flugstjórinn að aðkomuhliðið væri nálægt miðju vallarins og því stutt að fara. Ekki vorum við alveg sammála fjarlægðarmati hans.
Við innskráningarborðið hittum við konu eina frá Windhoek sem rekur vínbúð. Hverju sem veldur kannaðist hún við okkur. Kannski kaupum við okkur of oft vín með matnum, hver veit...?
Komumst svo inn á brottfararsvæðið og eyddum nokkrum klukkutímum þar. Síðan var farið um borð og flogið af stað.
Rúnar Atli svaf mestan hluta ferðarinnar, en við hin sváfum minna. Gott var síðan að koma á leiðarenda, en allt var hér með kyrrum kjörum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli