Ítalir virðast sólgnir í súkkulaði og ég sá nokkrar litlar súkkulaðisérverslanir í Tórínó. Í einni þeirra ákvað ég að kaupa eitt páskaegg og taka sénsinn á að koma því óbrotnu heim. Afgreiðslustúlkan, sem upprunnin var í Rúmeníu, tók að sér að pakka því vandlega inn. Ekki get ég kvartað yfir handverki hennar, því eftir eins-og-hálfs sólarhringsferðalag kom eggið nær óskemmt upp úr ferðatöskunni.
Ítölsku páskaeggin finnast mér falleg útlits og í raun listaverk. Brjóstsykur notaður til að gera mynd framan á eggið.
Hér bíður Gulla spennt eftir að myndatöku ljúki svo megi fara að gæða sér á dýrindunum.
Myndin framan á egginu er af tveimur fuglum á flögri í kringum trjágrein.
Ekki skemmir að súkkulaðið er gott á bragðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli