12. apríl 2012

Bókaormur

Okkur Gullu finnst báðum gaman að bókum. Fátt er skemmtilegra en að lesa góða bók, nú eða blaða í flottri fræðibók. Sem betur fer haf börnin okkar erft þennan áhuga. En í Lílongve er skortur á bókabúðum. Auðvitað er hægt að panta bækur í gegnum Amazon. Stundum gerum við það. Tvisvar, þrisvar á ári kemur Rúnar Atli með bókapöntunarlista úr skólanum. Síðast töpuðum við okkur alveg og pöntuðum margar bækur fyrir soninn. Í dag fékk hann svo sendinguna.

Fimmtán bækur! Og það flottar og veglegar bækur. Hér sést drengurinn umvafinn nýju bókunum sínum.

Sáttur með lífið.

Því skyldi hann ekki vera það? Í bunkanum er alfræðiorðabók, bók um regnskóga, matreiðslubók, bók sem segir frá alls konar íþróttum, bók fyrir upprennandi njósnara og margt fleira.

Hann er núna í kvöld búinn að vera að blaða í bókunum og var ekki alveg sáttur þegar ég slökkti ljósið. En í staðinn lofaði ég honum að hann mætti skoða bækurnar sínar annað kvöld eins lengi og hann vill.

Það er skemmtilegt að vera bókaormur.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...