Við hjónin fengum okkur morgunverð úti á verönd þennan sunnudaginn. Kanadískar pönnukökur, beikon og te. Ekkert heilhveiti eða önnur heilsuvitleysa í þetta skiptið. Það er aðeins byrjað að hlýna á nýjan leik og því aftur hægt að sitja úti við á morgnana.
Húsið okkar er miðsvæðis í nokkuð brattri hlíð og sjáum við því niður til sumra nágranna okkar. Blasir þak eins hússins við okkur af veröndinni. Merkilegt finnst okkur að íbúar þessa húss eiga tvær geitur. Geitur þessar eru iðulega á vappi ofan á þaki hússins. Koma stundir þar sem þær jarma alveg endalaust. Þannig stund var núna í morgun. Skiljum við engan veginn af hverju nokkrum dettur í hug að hafa geitur í garðinum sínum, hvað þá ofan á bárujárnsþaki.
Kannski einhver sem gengur með sveitamanninn í maganum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli