Eins og flesta aðra daga sótti ég Rúnar Atla í forskólann í dag. Ekki lengur í leikskóla, en þó ekki kominn í skóla. Eitthvað á milli.
Það er nokkur gangur frá innganginum í skólann og út að hliði. Á hægri hönd er stór grasflöt og við fjærenda hennar eru rólur og önnur leikföng. Sem við göngum þarna í mestu makindum, þá er guttanum litið á rólurnar. Þar róla sér tveir krakkar. Hrópar hann upp yfir sig „Nein!“ Bíður svo ekki boðanna og tekur til fótanna út að hliði. „Hjúkk,“ heyrist svo í honum þegar hann er kominn í öruggt skjól að hans mati.
Ég skil ekki neitt í neinu yfir þessum látum í drengnum. Spyr hann svo út í þetta.
„Jú, pabbi, þetta er stelpan með varalitinn!“ segir hann og er mikið niðri fyrir.
„Stelpan með varalitinn?“ hváir pabbinn og skilur hvorki upp né niður.
Eftir nokkrar útskýringar lítur málið þannig út fyrir mér. Stúlka þessi er greinilega alræmd meðal bekkjarbræðra sinna. Hún á það til að koma með varalit í skólann. Ekki á munninum, skiljiði, heldur í vasanum. Grípur hún greinilega hvert tækifæri sem gefst, situr um strákana og varalitar þá á munninn. Bara strákana. Ekki stelpurnar.
Svo ef hún er ekki með varalit, þá á hún það til að ráðast á strákana og gefa þeim rembingskoss!
Ekki var laust við að hrollur færi um son minn þegar hann sagði mér frá þessu lævísa kvendi.
Já, það er margt sem ber að varast í forskólanum.
15. mars 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
2 ummæli:
Yndislegt :-)
bwahahahahaaa.....
Skrifa ummæli