19. mars 2010

Alveg obbosslega frægur...

Nú svelgdist mér á morgunkaffinu.

Haldiði ekki að fimm ára sonurinn hafi afrekað það sem föðurnum hefur aldrei tekist! Að komast á forsíðu Namibian, mest lesna enska dagblaðins í Namibíu. Annar frá vinstri í efri röð.


Tilefnið er að á sunnudaginn kemur, 21. mars, verða 20 ár liðin frá sjálfstæði Namibíu. Einhverra hluta vegna kíkti blaðaljósmyndari í skólans hans Rúnars Atla.

Ég toppa þetta víst seint.

3 ummæli:

johannan sagði...

váááá flottur Rúnar Atli :) já ég held að þú toppir þetta seint hahhahhaa

Erla sagði...

Hann er geggjað flottur, hann Rúnar Atli! Einhvern veginn held ég að þú værir ekki alveg jafn krúttlegur veifandi namibíska flagginu, svo að þú nærð jú seint að toppa þetta.

davíð sagði...

Toppurinn

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...