Við feðgarnir brugðum okkur bæjarleið áðan. Markmiðið var að komast í alvöru sundlaug. Stóra sundlaug með volgu vatni. Stefnan var því sett í norðurátt, tæplega 70 km til Okahandja og þaðan 25 km í vesturátt. Gross Barmen heitir staðurinn. Þar er stærðarinnar heit laug innandyra, með a.m.k. 38 gráðu heitu vatni, og síðan er fín útisundlaug með svipuðu hitastigi og laugar á Íslandi.
Þarna skemmtum við okkur vel, enda lítið af fólki þarna. Reyndar er aðstaðan orðið svolítið þreytt og aðeins mætti bæta klórmagnið í lauginni. Þar sem fúgur eiga að vera milli flísa ofaní lauginni vex nefnilega þessi fíni mosi. En ég lét það nú ekki trufla mig neitt. Rúnari Atla þótti þetta þó aðeins fráhrindandi.
Heita innilaugin sló því meira í gegn heldur en útilaugin. Hún er risastór, fyrir heitan pott, örugglega 12 metrar á hvern kant. Hún er á tveimur hæðum og sú dýpri nær mér í háls, en sú grynnri Rúnari Atla undir hendur. Svo er lagst á bekk eftirá og þá væri sko ekki erfitt að blunda svolítið.
Ferðin var vel þess virði. Nú er bara að sjá hvort sonurinn biður um að fara í sund seinni. Það verður jú aðaldómurinn.
31. janúar 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Ekki alveg sami pakkinn og göngufærið í Breiðholtinu en greinilega vel þess virði.
Skrifa ummæli