11. janúar 2010

Ánægður með sjálfan mig

Í dag fór ég í tiltekt í bílskúrnum. Markmiðið var að geta sett bílinn inn í skúr ... og lokað hurðinni á eftir.

Án þess að fara of mikið í smáatriðin þá náðist markmiðið. Tókst mér í leiðinni að hengja mikið af handverkfærunum upp á vegg og var ég ánægður með það. Verkfærin eru búin að vera ofan í kassa frá flutningnum ofan af Akranesi 2007. Þetta smákemur allt saman.

En nú verður hægt að geyma bílinn inni á meðan við erum í Namibíu. Því er ég ánægður með sjálfan mig í dag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gott mál

Gulla

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...