Þá er þessi flotta evróvisíón keppni búin. Ekki slæmur árangur. Hér mættu nokkrir Íslendingar, og tveir Finnar, til að horfa á keppnina. Á ríkissjónvarpsstöð Portúgals. Við skildum því lítið af því sem þulurinn sagði. Gerði það þó lítið til.
Við gerðum þónokkrar tilfæringar á húsgögnum til að partígestir gætu haft það sem best á meðan. Kveiktum upp í arninum, því nokkuð er farið að kólna hér.
Svo hófst keppnin og skemmtum við okkur ágætlega. Mörg lögin voru bara alveg ágæt. Skeggrætt var um útlit keppenda, klæðnað og fleira í þeim dúr. Konum var skipt í "hot" og "not hot" en skiptingin á körlunum fór eftir augabrúnum þeirra. Plokkaðar augabrýr bentu til hýrra manna, óplokkaðar ekki. Tek fram að þessi skipting karlmanna var uppfundin af því kvenfólki sem hér sat. Ég tek enga ábyrgð þar á.
Síðan var skotið saman í pott. Allir spáðu fyrir um sæti Íslands. Undirritaður þótti allbjartsýnn þegar hann spáði Íslandi öðru sæti. Lakasta spáin var 12. sæti.
Svo hófst atkvæðagreiðslan. Eftir því sem leið á hana jókst spenningurinn í kofanum. Gleymdist að bæta á arineldinn, en funhiti var í kofanum samt. Enginn skyldi neitt í þeim ósköpum að Tyrkland skyldi fá svona mikið af atkvæðum. Síðan drógust þeir aftur úr og þegar kom að atkvæðum Norðmanna, þá lá við að væri grátið þegar Aserbædjan fékk 10 stig. En gráturinn breyttist fljótt í hlátur og mikla gleði þegar Ísland fékk 12 stigin frá norsurunum. Góðir frændur að þessu sinni.
Jú, og ég vann því pottinn, 450 Namibíudalir, u.þ.b. 7.000 krónur. Ekki oft sem ég hef unnið í svona veðmáli.
Takk Jóhanna Guðrún fyrir að endurvekja þjóðarstolt okkar Íslendinga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Var það ekki hún Silvia Nótt sem söng, til hamingju Ísland?? En flott hjá henni Yohanna, en enn og aftur voru það Norðmenn sem unnu:-)) en það eru heitar umræður hér í dag um það hvar á að halda keppnina að ári. Koss og knús frá mér sem er alveg sama:-)))))
Skrifa ummæli