Klukkan fimm. Á laugardegi! Fólk ekki alveg í lagi.
En við vorum mætt tíu mínútur yfir níu út á völl. Var þá vélin nýlent. Svo tók við nokkur bið, en svo birtist Tinna Rut. Þreytt eftir langt flug og reyndar mjög pirruð út í konuna sem sat í sætinu fyrir framan hana. En hún var ánægð með að vera komin aftur og við hin vorum fjarska ánægð að hafa fengið hana aftur.
Ekki var mikið slappað af eftir að heim kom. Stúlkan skellti sér í sturtu og tók svo upp úr töskunum sínum. Svo var spurt hvort hún fengi ekki bílinn hennar móður sinnar lánaðan.
Við vissum svo sem á hverju var von, ekki skulum við neita því.
Hún skellti sér því undir stýri. Að sjálfsögðu með ökuskírteinið nýja til taks:
Svo var snúið við með látum og reykspólað af stað. Nei, ég ýki nú aðeins.
3 ummæli:
Flottasti bíll sem ég hef átt, og já by the way mjög gott að vera búin að fá Tinnu heim aftur :-)
Gulla
Hve marga kílómetra á dag keyrir hún?
Ágætis bíll til að byrja á,eyðslu grannur og fagur fákur,vonandi minnist Tinna þeirrar stundu þegar hún fór í bíltúr með mér á honum hérna um árið og keyrir ekki bílinn á þann hátt,fyrirgefðu Gulla mín!!!
Skrifa ummæli