Oft eru sunnudagsmorgnar hér hjá okkur fjarska notalegir og rólegir. Einhverra hluta vegna var Gulla farin fram úr um hálfsjö, en Rúnar rumskaði ekki fyrr en rétt fyrir níu og skömmu síðar skreið ég framúr.
Frekar er orðið kalt hér á nóttunni og hitnar húsið varla upp að deginum án hjálpar. Nú þarf því að gæta þess að eiga alltaf eldivið til að skella í annan eða báða arnana sem við höfum. En ekki skal því neitað að notalegt er að liggja lengur undir sænginni á morgnana.
Ég skellti í pönnukökudeig þegar ég loksins kom mér undan ábreiðunni. Tók nokkrar pönnukökur að koma úlnliðssveiflunni í gang til að pönnsurnar yrðu ekki of þykkar. En nú erum við öll orðin södd, eldur logar í stofuarninum. Lífið er gott.
Rúnar Atli fékk hlaupahjól í gær. Gulla sá svoleiðis græju auglýsta í Mogganum og þótti sniðugt. Við fórum því á stúfana í gær og fundum fljótlega búð sem selur svona tæki. Núna hreyfir drengurinn sig ekki spönn frá rassi án þess að vera á hjólinu. Hann heldur upp á kassann sem var utanum hjólið svo hægt sé að taka það til Íslands þegar við flytjum þangað :-)
17. maí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
1 ummæli:
Og hvenær á að koma heim?
Skrifa ummæli