Sá merkilegan peningaseðil í dag. 50 billjóna Simbabve dala seðil. Á enskunni 50 trillion dollars. Hvað skyldu eiginlega vera mörg núll í svona tölu?
50.000.000.000.000
50 milljón milljónir.
Ein milljón milljónir, sem er sama og þúsund milljarðar, heitir víst billjón á íslensku. Ekki að rugla við amerísku billjónina sem er bara þúsund milljónir. Milljarður á því ylhýra.
Og hvað skyldi nú mega kaupa fyrir svona voðalegar upphæðir?
Konan sem sýndi mér seðilinn, en hún var í Simbabve um síðustu helgi, sagði að hann dygði ekki fyrir einum brauðhleifi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
4 ummæli:
Gætirðu reddað einum svona fyrir hana Jóhönnu þína?
Bara koma í heimsókn...
Komdu sæll Vilhjálmur. Vona að þú fyrirgefir mér að troðast hér inn en flúðasiglingasagan þín heillaði mig og mig langaði að forvitnast hjá þér hvort ég mætti nota hana á öðrum vettvangi. Svo er mál með vexti að við erum hér nokkrir atvinnulausir félagarnir að setja upp stóran og mikinn ferðavef sem við opnum líklega með haustinu. Þar fjöllum við eins ítarlega og okkur er unnt um ferðalög erlendis og ekki síður Íslendinga sem ferðast erlendis. Þætti vænt um að fá leyfi hjá þér að birta flúðasöguna sem lítinn pistil en hugmyndin er að eiga lítið safn af slíkum pistlum þegar við opnum vefinn formlega. Hugnist þér það væri einnig frábært að fá að vita hvort þú hefðir kannski áhuga að skrifa pistla í kjölfarið um ferðir og svaðilfarir þínar og fjölskyldunnar í fjarlægum löndum?
með kveðju
Albert Örn
Forvitnileg fyrirspurn Albert. Kannski best þú sendir mér tölvupóst á oryx64(hjá)gmail.com og segir mér meira.
Skrifa ummæli