26. maí 2009

Bókmenntir

Lauk í gærkvöldi við að lesa Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson. Í annað eða þriðja sinn. Bráðskemmtileg bók, sem Mál og menning gaf út 2005. Á einum stað er fjarska skemmtileg lýsing á Svíum, sem ég bara má til með að leyfa ykkur að njóta með mér. Guðni lögga lætur þessa dásemd frá sér. Guðni þessi þykir nú frekar kjaftfor og leiðinlegur, en oft ratast kjöftugum satt orð á munn. En, sem sagt, á bls. 183 er þessi skemmtilega lýsing:

,,Allir Svíar eru kommar, hommar eða aumingjar, teik jor pikk. Margir meiraðsegja kommar og hommar og aumingjar. Fyrir utan Ingmar Stenmark auðvitað...''

Alveg dásamlegt.

Heyriði, skáldaandinn kom bara allt í einu yfir mig við þessar skriftir.

Sko, margir Svíar eru kommar,
sumir víst líka hommar.
Einhverjir víst aumingjar,
hvað er Dodd'eiginleg'að gera þar?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eitthvað hefur nú skáldaandinn verið slappur elskan - ha ha

Gulla

Erla sagði...

Nei, þetta er alveg brilliant, Villi fær prik fyrir þetta framlag

Doddi sagði...

undantakið sem sannar regluna.
þú ert tilnefndur til bókmentaverðlauna norðurlandaráðs
islendingurinn i svíþjóð

Nafnlaus sagði...

Sko, margir Svíar eru kommar,
sumir víst líka hommar.
Einhverjir víst aumingjar,
" og allir framsóknarmenn hópast þar
til frambúðar fara leynt með veggjum og skríða í skugga"

Elli

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...