Á morgun er merkisdagur. Svarti Dæinn hennar Gullu verður eins árs. Og það á föstudegi. Hún Gulla sér ekki sólina fyrir kagganum sínum og því kemur svolítið á óvart sú sjón sem mætir manni þegar sest er inn í gripinn:
...og af hverju er þetta svona?
Jú, andsk. Svíarnir sem voru hérna fyrir nokkru. Þeir ganga um eins og svín.
7. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
10 ummæli:
Það er nú helv hart að birta mynd úr bílnum mínum, og by the way, þá var hann tekinn að mér óspurðri. Ég þarf að fara að fela bíllyklana :-)
kv,
Gulla
Það er meira en einn mánuður síðan við fórum heim og það er ekki enn búið að taka til í bílnum. Ég kannast ekki við þetta drasl.
Doddi
Eins árs afmæli?! Verða kökur og með því?
Piff...
Doddi, þetta er eftir Villa!
Mig grunar nú sterklega að Villi hafi flutt sitt drasl úr sínum bíl í minn og svo tekið mynd :-)
Það er spurning hvort ég opni kampavínsflösku í tilefni eins árs afmælis :-)
kv,
Gulla
Það fyndist mér við hæfi en verst þykir mér að vera ekki viðstaddur og skál með þér. En draslið er eftir Dodda enda orðin SVÍI
Elli
En ætlar enginn að taka til í bílnum ???
Gulla á bílinn og þó það nú væri að hún tæki til eftir bróður sinn þó hann sé hálfur SVÍI!!!
Elli
Og tók Gulla til í bílnum????
Elli
Já ég drattaðist til að taka til í bílnum, svona fyrir rest.
kv,
Gulla
Skrifa ummæli