Jæja, þá rann stóri dagurinn upp. Rúnar Atli hefur beðið lengi eftir því að mamman hans komi með flugvélinni frá Íslandi. Sem sagt í dag.
Byrjuðum daginn á kaffihúsi, í tilefni komu móðurinnar, og fórum svo út á völl. Mættum u.þ.b. 20 mínútum áður en vélin lenti, til að tryggja okkur sæti við glerið inn í komusalinn. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Svo kom Gulla. Gleraugun voru greinilega mettuð móðu, því hún ætlaði ekki að sjá okkur tvo. Horfði greinilega langt yfir skammt.
Svo var flogið í gegnum vegabréfsskoðun og að lokum kom taskan.
Eins og sést var knúsast og kjassað.
1 ummæli:
Greinilega gaman að sjá elsku mömmu sína, koss og knús Maja sem var að koma heim frá Sverige:-))
Skrifa ummæli