Hann sonur minn er nú alveg einstakur.
Þannig er að honum finnst voðagaman að fá að koma með mér í vinnuna. Þetta er aðallega á laugardagsmorgnum eða skömmu eftir kvöldmat, ef ég þarf að skjótast eftir einhverju.
Skrifstofan mín er í fjórtán hæða byggingu og eru fjórar lyftur í húsinu. Alltaf þegar við erum að fara af skrifstofunni þá hleypur Rúnar Atli að lyftunum og bendir á þá sem hann álítur að komi að sækja okkur.
Fjórar lyftur, það þýðir jú að það eru fjórðungslíkur á að hitta á rétta lyftu. Nú hef ég fylgst með drengnum undanfarin skipti, því ég fór að sjá að hann hafði iðulega rétt fyrir sér. Hefur hann hvorki meira né minna en getið rétt til um hvaða lyfta kemur fjórum sinnum í röð.
Hvað er merkilegt við það?
Jú, ef fjórðungslíkur eru á að hafa rétt fyrir sér í hvert skipti, þá eru líkurnar á því að hafa rétt fyrir sér fjórum sinnum í röð 0,25 í fjórða veldi. Það þýðir 0,39% líkur á því að takast þetta.
Frekar ólíklegt.
Annaðhvort er drengurinn skyggn, eða ótrúlega heppinn í spilum.
Spurning að fara að kenna honum tuttuguogeinn.
16. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
1 ummæli:
Úff of mikið af tölum...
Skrifa ummæli