14. mars 2007

Hurðarskellur

Í gær skall hurð nærri hælum. Í hádeginu vorum við Rúnar Atli á leið frá leikskólanum. Bara eins og við gerum þrisvar í viku.

Þó ekki með mynd af bílnum í vasanum...

Jæja, við vorum sem sagt á ferðinni. Komum að alveg stórfurðulegu hringtorgi sem er hér í borginni. Biðskyldur inni í því og alls konar krúsindúllur. Ég ek þarna í rólegheitum og sé Benz kálf að bíða að komast yfir götuna. Svo þegar ég er kominn við hornið á honum, haldiði að hann leggi ekki allt í einu af stað!

Ég snarsneri stýrinu til að sveigja frá og stíg bensínið í botn til að komast frá og næstum því, næstum því slapp. En gaurinn náði í skottið á mér, ef svo má segja, náði að klessa utan í afturstuðarann. En mér sýnist þetta nú bara vera rispur, sem jafnvel nást af með stífri pússun.

Gaurinn keyrði svo bara í burtu. En ekki mátti miklu muna að hann hefði farið inn í hurðina hjá Rúnari Atla. Ef einhver hefði verið við hliðina á mér, þá hefði ég ekki haft rúm til að sveigja frá og þá hefði áreiðanlega farið verr.

Svo í sama matartíma sjá ég þriggja bíla árekstur. Allt vegna þess að fremsti bílstjórinn vildi vera almennilegur og hleypa bílum yfir gatnamót, þar á meðal mér, en bílarnir á eftir voru ekki alveg með á nótunum.

Hættulegt í umferðinni.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...