Leiðin lá norður til Himbaættbálksins. Alltaf gaman að heimsækja það fólk. Heilmikill borgarafundur var haldinn sem ég tók þátt í og síðan var geitakjöt og maísjafningur á borðum. Ég smakkaði aðeins á geitinni. Bara eins og lambakjöt á bragðið.
Ýmislegt er öðrum vísi hjá fólkinu sem býr þarna heldur en við á Íslandi eigum að venjast. Á myndinni hér að neðan sést vatnsból nokkurt sem notað er bæði af fólki og nautgripum. Ekki er gæfulegt að drekka vatnið sem nautgripir eru búnir að vaða í og gera þarfir sínar í. Ef rýnt er í myndina má sjá konu sem er að fara að sækja vatn í vatnsbólið. Vatnið er síðan notað til að elda mat handa börnum...

Síðan voru ýmsir staðir heimsóttir sem tengdust skólum og leikskólum. Leiðin lá um troðninga hingað og þangað og var iðulega erfitt að átta sig á í hvaða átt var farið. En alltaf endaði þó leiðin á réttum stað
Alls staðar eru krakkar eins og finnst alltaf gaman að láta taka af sér myndir. Þessum skólabörnum þótti mjög gaman að láta taka myndir og fá síðan að sjá á skjánum á myndavélinni.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli