Hann Rúnar Atli er nú alveg ótrúlegur hrakfallabálkur þessa dagana. Ég hef nú sagt frá brákaða handleggnum hans, en núna stundar drengurinn það að stingast endilangur út um allt og stundum fleyta jafnvel kerlingar, svo mikil eru lætin í honum.
Hann fór í gær á leikskólann í fyrsta sinn eftir brákun. Þegar ég sótti hann voru hnéin og sköflungarnir þvílíkt hruflaðir að langt er síðan ég hef séð annað eins. Sandur og drulla fast í þessu. Við kíktum síðan í matvörubúð áður en við sóttum Tinnu Rut úr skólanum. Búðin sem litlu körfurnar eru í, þessar sem litlir krakkar geta keyrt. Hann er að hlaupa á fullu að ná sér í körfu þegar honum verður fótaskortur, endastingst framfyrir sig og rennur einhverja metra á maganum. Auðvitað kostaði þetta öskur, enda ekki von. En eftir hálfa mínútu eða svo var þetta gleymt.
Svona er þetta alla daga núna. Ég á allt eins ekki von á því að gifsið dugi fram á föstudag í næstu viku, en þá má taka það af. Ætli verði nokkuð eftir nema einhverjar tægjur. Gæti best trúað því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli