Á föstudaginn settust feðgarnir niður og pabbinn tók gifsið af. Guttinn var ánægður, þar til verknaðurinn var búinn. Þá greinilega leið honum ekki vel, fannst óþægilegt að hafa ekki verndina sem gifsið veitti. Kannski var hann með náladofa, en hvernig útskýrir maður fyrir tveggja og hálfs árs gaur hvernig náladofi sé?
Svo fór honum nú smátt og smátt að líða betur og um kvöldið vorum við feðgarnir farnir að slást.
Í góðu.
Að sjálfsögðu.
En þó var það þannig að faðirinn lagðist ofan á veiku hendina og beyglaðist úlnliðurinn meira en góðu hófi gengdi.
Sjaldan er ein báran stök, segðu.
Rúnar Atli fór því að hlífa höndinni á nýjan leik, en frekar en að fara með drenginn aftur á slysavarðsstofuna var tekin sú ákvörðun að hinkra og sjá hvort þetta myndi ekki lagast.
Sú ákvörðun virðist hafa verið rétt, því núna notar Rúnar Atli báðar hendur eins og fyrir gifs.
Gott mál.
26. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Eftir rúman sólarhring í Amsterdam þá er helst tvennt sem mér finnst einkenna borgina. Annars vegar síkin, sem liggja í sívaxandi hálfhring...
2 ummæli:
Ég sem var að furða mig á því að flugmiðinn væri ekki komin þar sem ég jú bauð mig fram í að hjúkra drengnum á meðan gifsið væri á. En nú er greinilega ekki þörf á mér lengur.... Á ég þá að endursenda miðann svona þegar hann kemur í pósti ??
Haldiði ekki að ég hafi nú bara séð mynd af honum frænda mínum á mbl.is!! með páskaegg og alles:-) koss og knús frá Maju sem á ekki neitt páskaegg
Skrifa ummæli