Jæja, þá rann stóri dagurinn upp. Rúnar Atli hefur beðið lengi eftir því að mamman hans komi með flugvélinni frá Íslandi. Sem sagt í dag.
Byrjuðum daginn á kaffihúsi, í tilefni komu móðurinnar, og fórum svo út á völl. Mættum u.þ.b. 20 mínútum áður en vélin lenti, til að tryggja okkur sæti við glerið inn í komusalinn. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Svo kom Gulla. Gleraugun voru greinilega mettuð móðu, því hún ætlaði ekki að sjá okkur tvo. Horfði greinilega langt yfir skammt.
Svo var flogið í gegnum vegabréfsskoðun og að lokum kom taskan.
Eins og sést var knúsast og kjassað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...

-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Buðum fólki heim á laugardagskvöldið. Auðvitað var grillað, hvað annað? Grillið hefur varla fengið tíma til að kólna frá því það var keypt. ...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
1 ummæli:
Greinilega gaman að sjá elsku mömmu sína, koss og knús Maja sem var að koma heim frá Sverige:-))
Skrifa ummæli