Rúnar Atli er smátt og smátt að uppgötva töfraheim bókanna. Hann les og les bækurnar sínar, afturábak og áfram.
Skemmtilegu smábarnabækurnar eru það sem blífar hjá honum. Stubbur er uppáhaldið núna. Ótrúlegt hversu bók sem fyrst var útgefin á Íslandi 1947 er vinsæl hjá börnum heilum 60 árum síðar. Einnig er Hjá afa og ömmu ofarlega á vinsældalistanum.
Eins og sést er hann kominn með taktíkina á hreint - ekki fara að sofa fyrr en búið er að lesa bók, helst tvær.
Alveg er nauðsynlegt að gera eins og pabbi og nota bara aðra hendi til að halda á bókinni...
Svo eru sumir frasar í bókunum sem hann lifir fyrir að fá að heyra. Þegar Óli og Pétur þurfa að fá dropa vegna þess að þeir fengu illt í magann, en Stubbur þarf ekki að fá dropa, þá er Stubbur fjarska glaður.
Fjarska glaður.
Þetta orðalag finnst Rúnari Atla mjög flott. Hann segir alltaf: „Aggli fjarska glaður þegar mamma koma fluglelinna.“
Pabbinn verður líka fjarska glaður þá.
30. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Bara alltaf í Amsterdam
Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...
-
Áðan skruppum við í göngutúr um nágrennið okkar. Ég var búinn að stúdera næstu götur svolítið á kortavef hr. Gúguls og var kominn með áætlun...
-
Rúnar Atli fékk að fara eftir skóla heim til bekkjarbróður síns, Liams. Liam og Rúnar Atli eru virkilega góðir vinir og alltaf mikill spenni...
-
Þá er komið að því að ræða viðhaldið. Nei, nei, hvað er að ykkur? Skammist ykkar. Auðvitað er allt er í fínu hjá okkur Gullu. Ja, a.m.k....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli