Skemmtilegu smábarnabækurnar eru það sem blífar hjá honum. Stubbur er uppáhaldið núna. Ótrúlegt hversu bók sem fyrst var útgefin á Íslandi 1947 er vinsæl hjá börnum heilum 60 árum síðar. Einnig er Hjá afa og ömmu ofarlega á vinsældalistanum.
Eins og sést er hann kominn með taktíkina á hreint - ekki fara að sofa fyrr en búið er að lesa bók, helst tvær.
.jpg)
.jpg)
Fjarska glaður.
Þetta orðalag finnst Rúnari Atla mjög flott. Hann segir alltaf: „Aggli fjarska glaður þegar mamma koma fluglelinna.“
Pabbinn verður líka fjarska glaður þá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli