Á Íslandi er mikið rætt um umferðarmál í kjölfar 30 dauðsfalla í
umferðinni á síðasta ári. En ekki eru mál betri í útlandinu. Núna um
hátíðarnar hafa a.m.k. 68 manns látið hér lífið í umferðarslysum. Ef
notuð er hin margfræga höfðatala, þá jafngildir þetta að níu manns
hefðu látist í umferðinni á Fróni. Slysin eru kannski ekki mjög mörg,
en í hverju látast margir því pakkað er í bílana hér. Einn bíll sem
lenti í árekstri var með 17 manns innanborðs. Hér erum við að tala um
fimm manna bíl með palli - pickup jeppa. Allir héldu þó lífi í þeim
bíl, en fimm létust í hinum bílnum. Átta manns létust síðan í öðru
slysi.
Hræðilegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli