
Jæja, þá byrjuðu börnin í skólanum í dag. Leikskólinn byrjaði reyndar í gær, en við Rúnar Atli nenntum engan veginn að standa í myndatökum þá. Tinna Rut hins vegar byrjaði í tíunda bekk í dag og þótti okkur við hæfi að festa börnin á filmu við upphaf dagsins.
Skólinn var í lagi, sagði hún. Gaf lítið meira út á það. En skóladagar þýða að ég þarf að vakna þremur korterum fyrr en þegar enginn skóli er.
Bömmer.
1 ummæli:
Oh hvað þau eru fín og sæt og greinilega spennt að mæta í skólann :-)
Skrifa ummæli