11. janúar 2007

Styttist í skólann


Nú styttist í 10. bekkinn hjá henni Tinnu Rut. Á miðvikudag í næstu viku er sumarfríið búið og gellan komin í þennan margþráða 10. bekk.

Í dag mátti sækja skólabækurnar milli 14:00 og 16:30. Klukkan 14:00:05 vorum við mætt á staðinn. Bókastaflinn er þónokkur eins og sést. Ekki sést betur en Tinna brosi út að eyrum. Í næstu viku þýðir hins vegar ekki að vera með beran magann og á háhæluðum skóm. Neibb, þá er tími á gráa pilsið, bláu skyrtuna og bindið. Kannski fer hún í jakkann á fyrsta degi, kemur í ljós.

Engin ummæli:

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...