Farið var að versla í dag. Ekkert kannski stórmerkilegt við það, nema að í þessari búð eru innkaupakörfur fyrir börn. Og eins og sést var einn lítill gutti alveg til í að keyra. Gekk merkilega vel. Rásaði svolítið, en ók ekki á neinn sem ekki er í fjölskyldunni. Síðan þegar komið var að kassanum, þá tíndi hann allt upp á afgreiðsluborðið.
Duglegur strákur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli