Á föstudaginn var þó farið í bæjarferð til að bæta upp þennan skort á götum. Frést hafði af skartgripabúð einni hér í bæ sem á víst þau götunarapparöt sem þarf. Móðirin var búin að gefa samþykki sitt, þ.a. öll vígi sem þurfti að brjóta niður voru komin.
Að þessu sinni var einungis um eitt gat að ræða á hægra eyra. Faðirinn reyndi að hafa áhrif á staðsetningu gatsins, en við lítin fögnuð. Lá við að hnussaði í starfsstúlkum skartgripabúðarinnar yfir því að karlmaður léti sér detta í hug að hafa skoðun á svona málum.
Svo er nú það.
En hér að neðan sést árangurinn.
.jpg)
.jpg)
Rúnar Atli kippti sér ekki mikið upp við þetta. Ja, reyndar þegar honum fannst götunardaman koma fullnálægt sér þá hvein í viðvörunarlúðrum, en annars fannst honum þetta ekki mjög merkilegt.
Drakk bara sinn mjólkurhristing með stóískri ró.
.jpg)
Skyldi hann einhvern tímann fá svona dillur eins og systurnar?
1 ummæli:
Ég vona nú innilega að drengurinn fái ekki þessar dillur síðar meir. Þó verður að segjast að hann var ansi hrifinn af tungulokknum hennar Dagmarar :-)
Skrifa ummæli