4. febrúar 2007

Þvottadagur


Svolítið hefur verið rætt um þvotta hér á heimilinu undanfarið. Ekki það að ég sé mikið í uppvaski eða fataþvotti, heldur eru hér um að ræða áhrif frá honum Stubbi sjálfum. Hún mamma hans þarf nefnilega að þvo nýju fötin þeirra Péturs og Óla. Um þetta er heil blaðsíða í bókinni og þykir svolítið merkilegt.

Í kjölfarið á sér stundum stað umræða þegar skítugir hlutir verða á vegi okkar. Nú síðast uppgötvaðist að bíllinn hans Rúnars Atla er svolítið skítugur.

Ja, eiginlega er bíllinn drulluskítugur.

Nú voru góð ráð dýr. Eftir fundahöld og málefnalegar umræður var ákveðið að á sunnudag - í dag - yrði gripurinn þveginn. Við náðum okkur því í vaskafat og svamp og fórum síðan fyrir utan bílskúrinn, þar sem vatnsslanga er.

Nú var farið að þvo, eins og myndir bera með sér. Rúnar Atli þvoði og þvoði, en ólíkt mömmu Stubbs varð hann ekki þreyttur á að þvo.

Mikil var einbeitingin, en nú er bíllinn líka hreinn og fínn. Alveg glansandi flottur.

Spurning hvort hægt sé að virkja þessa þvottaorku í eitthvað annað...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Duglegur strákur

Nafnlaus sagði...

Bara kvitta fyrir lesturinn. Hafið þið sem allra best. Kveðja Hulda

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...