Fyrsta vandamálið var að finna mynd af sér, en það fundust nú einar tvær myndir.
Hér kemur niðurstaðan úr þeirri fyrstu:
Ja, hvað skal segja. Mér finnst undarlegt hversu fínlegur og nettur ég greinilega er að líkjast öllum þessum konum. Marie Curie?? Auðvitað fræg kona, nóbelsverðlaunahafi, og sjálfsagt fínt að líkjast henni. Susan B. Anthony - kvenréttindafrömuður... ók...
Fæst orð um þessa Brody Dalle.
Æ, hvað skyldi þessari Leelee Sobieski finnast að líkjast mér á þessari mynd?
Svo er greinilegt að Beckham hefur einhver víum svip greinilega. Hann líkist báðum bræðrunum.
En svo ákvað ég að reyna aftur.
Önnur mynd.
Og þá gefur nú á að líta.
Jú, jú, Maggie Smith??? Gerið grín.
En sjáiði töffarana. Brúsinn sjálfur, ekki slæmt. Rúdí borgarstjóri - járnnaglinn sjálfur sem lætur fangelsa bófana vinstri-hægri. Steve McQueen - gerast ekki svakalegri kappaksturskallar. Virkilega vondi kallinn úr Terminator, sá sem rann alltaf úr greipum Schwarzeneggers. Síðan Hugo Chavez - úff þeir gerast nú ekki verri í dag.
En, hvað segir þetta um Maggie Smith?
2 ummæli:
Ég er ekki alveg að sjá tenginguna á milli Bono, Steve McQueen, Bruce Willis og Maggie Smith! Lík kjálkabein eða eitthvað?
Annars er ég ánægður að Becks rataði á listann hjá þér, spurning um að fara athuga hvaðan ætt hans kemur.
Leiðist ykkur.....
Skrifa ummæli