28. maí 2006

Sorgarsagan um hárið...

Eins og sést á myndum hér á síðunni er hún Tinna Rut búin að vera að
stunda tilraunastarfsemi á hárinu á sér. Allt í lagi með það. Eða
hvað?

Önnur önnin hófst í skólanum hennar um miðjan maí, 16. dags þess
mánaðar að mig minnir. Þá voru einhverjir dagar liðnir síðan
sköpunarverkið í hárinu leit dagsins ljós. Nú, svo líður tíminn, og
síðan er það 24. maí, að einn kennari víkur sér að henni Tinnu Rut og
segir henni að háraliturinn samræmist ekki skólareglum! Úbbs, þar fór
nú það. Ekkert þýðir að áfrýja svona dómum. Skv. óformlegum reglum
hefur Tinna Rut núna eina viku til að kippa málum í liðinn. Því bendir
allt til þess að í komandi viku verði hárið hennar einlitt á nýjan
leik. Ef ekkert verður gert þá má eiga von á brottvísun úr skóla...

Örlítið meiri agi sunnan við miðbaug.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, það eru aldeilis harðar skólareglur. En ég hlakka til að sjá hvernig hárið á þér, Tinna mín, verður næst.

kveðja

Nafnlaus sagði...

Herbúðir nasista þarna á ferð...

Nafnlaus sagði...

alveg sammála þér jóhanna, herbúðir nasista...

Nafnlaus sagði...

ha? bìddu nù adeins.... neibb, fatta ekki

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...