25. maí 2006

Langt hlé

Nokkuð er orðið síðan síðasti pistill kom inn. Er einkum um að kenna
veikindum sem drógu úr mér allan mátt í hátt í 10 daga. En nú er piltur
orðinn hress á nýjan leik og vonandi fara pistlarnir að seytla inn á
netið, hvort sem það er nú öðrum til ánægju eður ei.

Veikindin, já, er eitthvað skemmtilegt að tala um þau? Fékk sýkingu af
einhverju tagi og sennilega hefur kvefpest í ofanálag lagt mig í rúmið.
Hálsinn á mér tvöfaldaðist. Jæja, kannski smáýkjur, en hann bólgnaði
a.m.k. töluvert. Ég fór til læknis á mánudag í síðustu viku og var bara
sendur beint heim. Síðan mætti ég ekki í vinnu fyrr en á föstudegi.
Þoldi það nú ekki betur en svo að seinnipart þess dags sat ég ýmist eða
lá hríðskjálfandi og varla í þessum heimi. Gott að vinnukonurnar báðu
ekki um peningalán þann eftirmiðdaginn. Svo allt í einu klukkan tíu um
kvöldið þá rénaði af mér og ég kenndi mér ekki nokkurs meins. Síðan þá
hefur allt verið á uppleið. Mætt í vinnu eins og herforingi, alveg
stáli sleginn.

Annars eru alls kyns pestir í gangi hér núna. Það snöggkólnaði um
daginn og hefur verið skítkalt um leið og sólin sest. Síðan eru skólar
nýbyrjaðir eftir nokkuð frí og það kann aldrei góðri lukku að stýra.
Hettusótt gengur víst á leikskólanum hans Rúnars Atla, en hann virðist
ætla að sleppa í þetta skiptið.

Látum þetta duga um sjúkdóma og svoleiðis í bili og vonandi verða næstu
pistlar um skemmtilegri málefni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra að allt sér á uppleikð hjá þér.

Bara alltaf í Amsterdam

Í fyrradag flaug ég til Amsterdam. Ég var reyndar á leiðinni til Úganda, en til að komast þangað er ágætt að nota Schiphol flugvöllinn sem s...